Merkilegt nokk
Hæ,
Ákvað að setjast niður og slá inn eitthvað. Hef reyndar frá littlu að segja. Sami grautur í sömu skál eins og hann pabbi minn segir.
Heimilislífið gengur sinn vanagang. Hænurnar tvær út í garði verpa eitthvað minna en í upphafi, en í staðinn eru þær ekki eins flóttalegar. Þær halda sér innan lóðamarka, sem var ekki raunin í vor þegar þær algjörlega mistúlkuðu hlutverk sitt og héldu að þær væru farfuglar.
Kanínan, Stampi, unar sér vel. Pínu frekur blessaður, en hefur nú fengið tvo naggrísi með sér í búrið. Sambúðin gengur að mér sýnist bara vel.
Heimilisfólkið hefur það fínt. Skólinn kominn á fullt og vinnan líka.
Ég persónulega hef verið svona doldið "under the weather" með eitthvert magavesen. Vonandi fer það nú að lagast...en því er ekki að neita að þetta er hvimleiður andskoti. Dregur stundum úr manni allan mátt og ekki hef ég nú verið þekktur fyrir að vera máttmikill fyrir. Den tid den sorg.
Kosningar eru nýyfirstaðnar hérna í Danmörku og voru alveg stórskemmtilegar. Kosningaþátttaka er aðdáunarverð...held að hún hafi verið í kringum 87 prósentin og það eru ekki margar þjóðir sem státa sig af því.
Sósíaldemókratar (Samfylking) og Sósíalístísk Folkepartí (Nokkurs konar Vinstri Grænir) töpuðu mönnum en unnu samt. Hinir tveir flokkarnir, til vinstri eða í rauðu blokkinni eins og það er kallað hérna, Radikale venstre (Venstre er jú hægri flokkur hérna í Danmörkinni og þá vandast málin við nafngiftir ef þú ert í raun til vinstri) fengu umtalsvert meira fylgi en venjulega bættu við sig mönnum. Enhedslistinn (einingalistinn í beinni þýðingu og hefur ekkert með byggingar að gera) þrefaldaðist í stærð, fór úr 4 þingmönnum í 12. Anyway, rauða blokkinn vann og stjórnarflokkarnir verða S og SF þrátt fyrir að hafa í raun tapað mönnum. Þeim til stuðnings verða svo hinir tveir rauðu flokkarnir. Helle Thorning leiðir sósíaldemókratana, sem er stærstur í rauðu blokkinni, hún mun væntanlega verða forsætisráðherra og þar með fyrst kvenna að gegna því embætti í Danmörku. Sem sagt sögulegt allt saman. Núnú þar sem við höfum rauða blokk þá hlýtur að vera til blá blokk og hún samanstendur af 4 flokkum: Venstre (já einmitt! stærsti hægriflokkur í Danmörku) Konservativ (íhaldið eða framsókn) Liberale alliance (það sem Venstre var einu sinni, einstaklingsfrelsið í algleymi) og svo Dansk Folkeparti. Síðastnefndi flokkurinn er magnaður því þeir eru leynt og ljóst á móti öllum innflutningi af hverju sem er og þá helst ef það er homo sapiens sapiens.
Kosningabaráttan var reyndar snörp, einungis um 3 vikur. Mikið af umræðuþáttum á öllum ljósvakamiðlum og ég naut mín vel :)
Jæja, ég afsaka þessi pólítísku leiðindi og vonast til að krota fljótlega aftur.
kveðja,
Arnar Thor
Ákvað að setjast niður og slá inn eitthvað. Hef reyndar frá littlu að segja. Sami grautur í sömu skál eins og hann pabbi minn segir.
Heimilislífið gengur sinn vanagang. Hænurnar tvær út í garði verpa eitthvað minna en í upphafi, en í staðinn eru þær ekki eins flóttalegar. Þær halda sér innan lóðamarka, sem var ekki raunin í vor þegar þær algjörlega mistúlkuðu hlutverk sitt og héldu að þær væru farfuglar.
Kanínan, Stampi, unar sér vel. Pínu frekur blessaður, en hefur nú fengið tvo naggrísi með sér í búrið. Sambúðin gengur að mér sýnist bara vel.
Heimilisfólkið hefur það fínt. Skólinn kominn á fullt og vinnan líka.
Ég persónulega hef verið svona doldið "under the weather" með eitthvert magavesen. Vonandi fer það nú að lagast...en því er ekki að neita að þetta er hvimleiður andskoti. Dregur stundum úr manni allan mátt og ekki hef ég nú verið þekktur fyrir að vera máttmikill fyrir. Den tid den sorg.
Kosningar eru nýyfirstaðnar hérna í Danmörku og voru alveg stórskemmtilegar. Kosningaþátttaka er aðdáunarverð...held að hún hafi verið í kringum 87 prósentin og það eru ekki margar þjóðir sem státa sig af því.
Sósíaldemókratar (Samfylking) og Sósíalístísk Folkepartí (Nokkurs konar Vinstri Grænir) töpuðu mönnum en unnu samt. Hinir tveir flokkarnir, til vinstri eða í rauðu blokkinni eins og það er kallað hérna, Radikale venstre (Venstre er jú hægri flokkur hérna í Danmörkinni og þá vandast málin við nafngiftir ef þú ert í raun til vinstri) fengu umtalsvert meira fylgi en venjulega bættu við sig mönnum. Enhedslistinn (einingalistinn í beinni þýðingu og hefur ekkert með byggingar að gera) þrefaldaðist í stærð, fór úr 4 þingmönnum í 12. Anyway, rauða blokkinn vann og stjórnarflokkarnir verða S og SF þrátt fyrir að hafa í raun tapað mönnum. Þeim til stuðnings verða svo hinir tveir rauðu flokkarnir. Helle Thorning leiðir sósíaldemókratana, sem er stærstur í rauðu blokkinni, hún mun væntanlega verða forsætisráðherra og þar með fyrst kvenna að gegna því embætti í Danmörku. Sem sagt sögulegt allt saman. Núnú þar sem við höfum rauða blokk þá hlýtur að vera til blá blokk og hún samanstendur af 4 flokkum: Venstre (já einmitt! stærsti hægriflokkur í Danmörku) Konservativ (íhaldið eða framsókn) Liberale alliance (það sem Venstre var einu sinni, einstaklingsfrelsið í algleymi) og svo Dansk Folkeparti. Síðastnefndi flokkurinn er magnaður því þeir eru leynt og ljóst á móti öllum innflutningi af hverju sem er og þá helst ef það er homo sapiens sapiens.
Kosningabaráttan var reyndar snörp, einungis um 3 vikur. Mikið af umræðuþáttum á öllum ljósvakamiðlum og ég naut mín vel :)
Jæja, ég afsaka þessi pólítísku leiðindi og vonast til að krota fljótlega aftur.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli